Fréttir
Heimsókn í Hvalasafnið
Fundur klúbbsins mánudaginn 23. mars fór að þessu sinni fram á Hvalasafninu á Fiskislóð í Reykjavík. Stella Stefánsdóttir félagi ír Rkl. Görðum tók á móti okkur, en hún er forstöðumarður safnins. Þetta glæsilega safna á 1.700 m2 gólffleti er stærsta hvalasetur Evrópu. Sjóðurinn Icelandic tourism fund (ITF) og athafnamaðurinn Hörður Bender standa á bakvið verkefnið. Á safninu eru líkön af hvalategundum í fullri stærð. Þar á meðal öllum þeim sem svamla um íslenska lögsögu.