Fréttir

17.3.2015

Að sættast við sjálfan sig

Kristinn Ágúst Friðfinnsson

Að sættast við sjálfan sig var yfirskrift erindis sr. Kristins Ágústs Friðfinnssonar á fundi klúbbsins 16. mars.  Hann hefur verið við nám í Kaupmannahöfn í því sem kallast sáttamiðlu. Um er að ræða óhefbundna leið til lausnar ágreiningi milli deiluaðila. Aðilar taka sjálfviljugir þátt í með hjálp óháðra og hlutlausra sáttamanna og komast sjálfir að samkomulagi um lausn ágreinings sem þeir meta viðunandi í gegnum fyrirfram skipulagt og mótað ferli. Sáttamiðlun fer fram í fyllsta trúnaði og sáttamaður leiðir tjáskipti deiluaðila og leitast eftir að skapa jafnræði. Kristinn Ágúst fjallaði líka um það að sá sem er sáttur við sjálfan sig er líklegri til að vera sáttur við umhverfi sitt og lenda síður í illskeyttum deilum.