Evrópusambandsaðild
Benedikt Jóhannesson framkvæmdarstjóri Talnakönnunnar var gestur fundarins þann 16.febrúar. Hann sagði frá sýn sinni á framtíð Íslands og rök fyrir Evrópusambandsaðild.
Að mati Benedikts er mikilvægt að skapa Ísland þar sem ungt fólk vill búa og fyrirtæki vilja vera með starfsemi. Hann vill breyta áherslum í landbúnaðarkerfinu og hefur áhyggjur af því að þeir sem búa á hér á landi geti ekki valið um breytt vöruúrval af bæði innlendu og erlendu áleggi svo eitthvað sé nefnt. Benedikt ræddi um mikilvægi ferðamannaiðnaðarins og nauðsyn þess að vernda landið gagnvart ágengni ferðamanna svo landið verði áfram fallegt og eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðamenn.
Benedikt hefur skýra sýn á hvað er best fyrir Ísland og var erindi hans áhugavert og hressandi.