Fréttir

2.2.2015

Skálholtskirkja

2.febrúar 2015.

Vilhjálmur Bjarnason var með áhugavert og fróðlegt erindi um Skálholtskirkju og byggingar í kringum kirkjuna. Í erindi sínu fór hann m.a. yfir aðdraganda að byggingu Skálholtskirkju sem Hörður Bjarnason arkitekt teiknaði. Vilhjálmur sýndi myndir af kirkjunni við mismunandi aðstæður bæði að utan og innan. Altaristafla kirkjunnar er hönnuð af Nínu Tryggvadóttur og gluggarnir sem eru steindir eru hannaðir af Gerði Helgadóttur. Samspil gluggana og altaristöflunnar í Skálholtskirkju er fallegt sjónarspil sem ræðst af því hvernig birtan er úti hverju sinni.