Fréttir

1.2.2015

Staðan í kjaraviðræðunum

Á fundi 26. janúar fengum við 5 gesti frá Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi.  Forseti bauð þá sérstaklega velkomna en þau í Borgum eru með átak í að skipta sér niður í heimsóknir í aðra klúbba. Gott framtak það. Annars var fyrirlesari fundarins Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA (Samtaka Atvinnulífsins). Þorsteinn fór yfir stöðuna í komanid kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðnum og sýn SA í þeim efnum.  Sýndi hann að auki áhguaverðar myndir og talnaefni úr þjóðarbúskapnum sem veit innsýn í þá erfiðu stöðu sem nú er uppi á vinnumarkaði.