Fréttir
Getur menning skapað gjaldeyri ?
Gestur fyrsta fundar starsársins þann 5. janúar var Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir hagfræðingur. Hún velti fyrir sér hvort menning geti skapað gjaldeyri. Sigrún Lilja var framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins frá 2010 til 2014 og þekkir því vel til málaflokksins. Hún benti á leiðir og nýleg dæmi þar sem hægt er að mæla útflutningstekjur menningarstarfsemi í landinu. Tækifæri eru mörg, en geirinn sjálfur þarf að bregðast rétt við og skilja mikilvægi þess að selja menningu og viðburði úr landi. Sigrún rakti í máli og myndum tónleikaferðalag Gus-Gus til Rússlands á síðasta ári.