Fréttir

28.10.2014

Titill Heimsókn

Útdráttur Rotary Reykjavík

Meginmál

Fundur í Rótarýklúbbnum Görðum á venjulegum fundarstað mánudaginn 29. október.

Þorsteinn Þorsteinsson flutti 3 mín. erindi og gerði læsi/ólæsi að umtalsefni og sagði mikið alvörumál hve margir reyndust ólæsir á Íslandi. Markmið um úrbætur hefðu verið sett en eftirfylgni skorti.

Á fundinn mættu félagar úr Rotary Reykjavík International. Fyrirlesari átti að vera úr þeirra hópi Paula Gould, en gat ekki mætt vegna veikinda. Þess í stað stóðu allir gestirnir upp og sögðu frá sjálfum sér, veru sinni og verkefnum á Íslandi, svo og frá starfsemi klúbbs þeirra sem er fámennur en virkur. Þakkaði forseti þeim kærkomna komu og Guðbjörg Alfreðsdóttir sagði frá sögu og störfum Rótarýklúbbsins Görðum.