Fréttir

28.10.2014

Titill Fjárlagafrumvarpið

Útdráttur Bjarni Benediktsson

Meginmál

 

Fundur í Rotaryklúbbnum Görðum nr. 2299 var haldinn á venjulegum fundarstað mánudaginn 20. október.  Í upphafi fundar minntist minntist Ólafur G. Einarsson félaga okkar Sigurðar Björnssonar verkfræðings sem lést 15. október. Sigurður var fæddur 28. febrúar 1929. Hann gekk í Rótarýklúbbinn Görðum 6. nóvember 1967 og var heiðursfélagi í klúbbnum. Sigurður var alla tíð vikur Rótarýfélagi og vann hreyfingunni og klúbbnum mikið starf. Má þar nefna gerð og uppsetningu hringsjárinnar á Garðaholti. Klúbbfélagar vottuðu Sigurði virðingu sína með því að rísa úr sætum.

Forseti ræddi síðan nýafstaðið umdæmisþing og færði klúbbfélögum þakkir fyrir störf þeirra við undirbúning þingsins og störf á þinginu. Meðal viðstaddra klúbbfélaga var Guðbjörg Alfreðsdóttir umdæmisstjóri sem tók undir þakklæti og sagði úmdæmisþingið hafa verið einstaklega vel heppnað og gestir ánægðir.

3 mín erindið flutti Vilhjálmur Bjarnason og gerði ljóð Gríms Thomsens: Íslands lag að umtalsefni.

Aðalerindi fundarins flutti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og fyrrverandi klúbbfélagi í Görðum. Gerði hann forsendur fjárlagafrumvarpsins og helstu liði þess að umræðuefni og lagði megináherslu á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fjárlögin yrðu hallalaus annað árið í röð. Að framsögu lokinni svaraði Bjarni fyrirspurnum.