Heimsókn frá BBC
1.september 2014
Ingibjörg Þórðardóttir ritstjóri veffréttasíðu BBC var gestur fundarins. Hún sagði frá því hvernig BBC hefur verið að vinna að því að auka hlut kvenna í fréttum og fjölmiðlum m.a. með því að þjálfa konur sem eru sérfræðingar í að koma fram í fjölmiðlum og styrkja þær á því sviði. Reynslan sýnir að karlar eru tilbúnari að koma í viðtöl í fjölmiðlum þótt konur séu oft á tíðum ekki síður inní málum sem verið er að fjalla um. BBC hefur einnig unnið að því að breyta áherslum í fréttum og framleitt efni sem höfðar til breiðari hóps í þjóðfélaginu. Þá kom fram hjá Ingibjörgu að karlar eru í langflestum tilfellum stjórnendur fjölmiðla hins vegar er algengt að konur séu að fréttalesarar. Erindi Ingibjargar var áhugavert og fékk hún margar spurningar í lokin um stöðu íslenskra og erlenda fjölmiðla.