Fréttir

11.8.2014

Vetrarstarfið hafið

2. fundur starfsársins

11. ágúst fór starfið aftur af stað með fundi í Jötunheimum.  Ný stjórn sá um undirbúning fundarins og ýmislegt fór úr handaskolum.  En fall er fararheill.  Ásgeir kokkur var í útlöndum og einhver misskilningur með matartilbúning.  Endaði með því að Jóhann Hlöðversson stallari endasentist út í bæ þar sem hann tæmdi verslanir af samlokum. Allar urðu þó mettir að lokum!  Eirírkur Þorbjörnsson forseti fór yfir komandi starfsár, m.a. verkefni nefnda.  Umræður voru og spurningar.  Litla félagabókin náðist ekki úr prentun fyrir fundinn, en að þessu sinni verður gerð tilraun hér til að hafa hana aðgengilega einnig á heimasíðunni.