Fréttir

1.7.2014

Stjórnarskipti

Stjórnarskipti fóru fram á fundinum 30. júní. Áður en þau fóru fram var farið yfir fréttir af undirbúningi vegna umdæmisþingsins í haust sem ber yfirskriftina ,,Vörpum ljósi á rótarý“. Páll Hilmarsson fór yfir dagskrá þingsins og sagði frá stöðu mála. Að því loknu fór Kristján Þorsteinsson yfir fjármálastöðuna og kynnti markmið í auglýsingasölu í blað sem verður gefið út i tengslum við umdæmisþingið. Fram kom hjá þeim báðum að mikilvægt væri að allir hjálpuðust að við undirbúning og kynningu þingsins.

Þá var komið að stjórnarskiptum Sigrún Gísladóttir fráfarandi forseti klúbbsins fór yfir skýrslu stjórnar þar kom m.a. fram að á starfsárinu hafið verið fjölgun í klúbbnum, í dag eru í heildina 86 félagar þar af 21 kona. Eiríkur Þorbjörnsson nýr forseti klúbbsins tók við keðjunni af Sigrúnu. Fráfarandi og nýrri stjórn klúbbsins var þakkað og fagnað með lófataki.