Umdæmisstjóri - innsetning
Guðbjörg Alfreðsdóttir
Á fundi þann 23. júní fór fram innsetning nýs umdæmisstjóra Guðbjargar Alfreðsdóttur sem er félagi í rótarýklúbbnum Görðum. Fjöldi gesta voru á fundinum sem var hátíðlegur og ánægjulegur. Búið var að skreyta fundarsalinn og boðið var uppá ljúffengan mat og kökur í eftirrétt. Fráfarandi umdæmisstjóri Björn B. Björnsson ávarpaði fundinn og sagði frá reynslu sinni sem umdæmisstjóra. Hann sagði m.a. frá fjölsóttu umdæmisþingi sem haldið var haustið 2013 á Selfossi. Þar ríkti gleði og samheldni sem mun eflaust einnig einkenna komandi umdæmisþing í Garðabæ í haust þar sem þemað verður ,,Vörpum ljósi á rótarý". Guðbjörg Alfreðsdóttir nýr umdæmisstjóri ávarpaði einnig fundargesti og rótarýfélaga. Hún hefur verið rótarýfélagi í tólf ár og talaði um hvað hún hafi lært mikið af því, sérstaklega þegar hún fékk tækifæri til þess að heimsækja Suður – Afríku í vinaskiptaferð fyrir nokkrum árum. Guðbjörgu er óskað velfarnaðar í starfi sínu sem umdæmisstjóri.