Garðasteinninn og erindi Halldórs Þorkelssonar
2.júní 2014.
Á fundinum var Garðasteinninn afhentur til Erlu Bil Bjarnardóttur umhverfissjóra Garðabæjar sem hefur unnið ötullega að skógræktarmálum í bænum undanfarin ár.
Erindi fundarins hélt Halldór Þorkelsson sviðstjóri fyrirtækjaráðgjafar PWC. Hann fór yfir helstu niðurstöður alþjóðlegrar könnunar um áhersluatriði í stjórnun. Margt áhugavert er að finna í könuninni sem er gerð árlega á vegum PWC víðsvegar um heim m.a. er hægt að bera saman niðurstöður milli landa og heimsálfa t.d. Bandaríkin, Japan, Evrusvæðið og Bretland. Könnun er gerð innan einka- og opinbera geirans. Halldór sagði frá því að fram kæmi í könnuninni að almennt væru stjórnendur orðnir bjartsýni varðandi rekstur fyrirtækja. Einnig benti hann á að stjórnendur meti tækniframfarir, lýðfræðilegar breytingar og breytingar á alþjóðlegu efnahagslegu valdahlutfalli sem mestu áhrifavalda í rekstri fyrirtækja á næstu árum.