Fréttir

27.5.2014

Starfsgreinaerindi

Á fundi þann 26.maí fluttu þau Lilja Hilmarsdóttir og Sófus Gústafsson starfsgreinaerindi.

 

Lilja starfar sem fararstjóri hjá WOW í dag. Hún sagði rótarýfélögum frá sjálfri sér og löngum starfsferli sem kennari og fararstjóri. Í gegnum starf sitt hefur Lilja fengið að kynnast mörgum og upplifað margt. Hún hefur skipulagt ferðir til flestra landa í Evrópu á starfsferli sínum. Lilja hefur starfað hjá WOW frá stofnun félagsins og talaði hún um hversu þakklát hún væri að hafa fengið að vera með frá upphafi. Í starfi sínu hjá WOW er hún að fylgja ferðum sínum ,,frá vöggu til grafar“ eins og hún orðaði það.

 

Sófus Gústafsson sagði frá fjölskyldu sinni og starfsferli. Hann hefur fjölbreytta reynslu og er í dag eigandi og framkvæmdastjóri SG veitinga ehf.  Fyrirtækið rekur m.a. nokkrar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu og netverslunina nammi.is.  Síðustu ár hefur Sófus þróað og byggt upp rekstur sinn og eru deildir innan fyrirtækisins nú sjö talsins.  Nýjasta deildin er veisluþjónusta með ís sem er í örum vexti. Þá geta t.d. fyrirtæki pantað ís og þjónustu á staðinn ef þau vilja bjóða starfsmönnum uppá ís. Rótarýfélagar fengu ís í eftirrétt í boði Sófusar og í lok erindis síns gladdi hann félaga enn meira með því að segja frá gjafamiða fyrir ís sem var límdur undir stóla hjá hverjum og einum.