Fréttir

5.5.2014

Starfsgreinaerindi

Birgir Þór Birgisson og Markús Möller

Á fundi Rkl. í dag 5. maí fluttu tveir nýir félagar sín starfsgreinaerindi.  Birgir Þór Birgisson hefur verið framkvæmdastjóri frá 2011 hjá Pizza Pizza, betur þekkt sem Dominos. Hún er stærsta skyndibitakeðja á Íslandi með 500 starfsmenn þegar allt er talið. Birgir sem bjó lengi erlendis við sölumál og markaðssetningu er með fleiri járn í eldinum og starfrækir hann einnig heildsölu með íþróttavörur, sérstaklega í jaðaríþróttum eins og hann orðaði það.
Markús Möller er hagfræðingur að mennt og hefur undanfarin 30 ár starfað í Seðlabankanum. Á síðustu árum hafa störf hans snúist mikið til um rýnivinnu, umsagnir um ýmis hagfræðileg málefni, frumvörp og slíkt.  Markúsi var tíðrætt um gagnsemi og miklar takmarkanir haglíkanna.  Hagfræðingar séu oft skammaðir og þeim gjarnan kennt um verðbólgu og hversu illa gengur að sjá fyrir um þróun hagstærða.