Fréttir
Elín María Björnsdóttir
Fyrirlesari fundarins 28. apríl var Elín María Björnsdóttir frá FranklinCovey. Elín María vinnur með grunnskólum í því að innleiða nám sem kallast "Leiðtoginn í mér". Þar er unnið við það að efla félagsfærni nemenda í takt við aðalnámskrá út frá hugmyndunum um 7 venjur til árangurs. Elín María starfar fyrir samtökin á Íslandi og ber einnig ábyrgð á starfsemi í nokkrum öðrum löndum, en fram kom í máli hennar að 2.000 skólar um allan heim hafa innleitt fræðsluna. Fram kom hjá Elínu að aðferðin vinnur með þróun tilfinningagreindar hjá börnum og eflingar félagslegrar færni á 21. öld. Spurningar komu í lok erindisins sem Elín María flutti eins og henni einni er lagið !