Fréttir

20.3.2014

Vorfagnaður Rótarý

Rótarýfélagar sungu sig inní vorið þegar þeir komu saman á Garðaholti. Til stóð að eiga léttan og góðan fund um leið og vori væri fagnað. Félagar okkar þeir Pétur Stefánsson og Ólafur Reimar Gunnarsson héldu "lengri" 3ja mínútna erindi sem þeim var uppálagt að hafa í skemmtilegri kantinum. Sannarlega tókst vel til hjá þeim báðum og var mikið hlegið. Til að skapa létta og góða vorstemmingu þá tók Eiríkur Þorbjörnsson upp gítarinn og spilaði og söng, tóku Rótarýfélagar og makar þeirra vel undir. Ekki er hægt að segja annað en að kvöldið hafi verið létt og skemmtilegt og nú er bara að horfa til hækkandi sólar og taka vel á móti vori og lóunni góðu.