Fréttir

10.3.2014

Málverkafölsun

Á fundi þann 10 mars var komið að kveðjustund með skiptinemanum okkar, honum Mateo. Hann snýr nú á heimaslóðir þar sem hans býður inntökupróf í tónlistarskóla. Mateo kvaddi Rótarýfélaga með frásögn af upplifun sinni af Íslandi og samskiptum hans við skólafélaga. Hann var sannfærður um að minningar hans frá landi og þjóð myndu fylgja honum um ókomin ár. Mateo var með gítarinn sinn og spilaði svo undurfallega fyrir fundargesti.

Erindi dagsins flutti Vilhjálmur Bjarnason um málverkafölsun. Vilhjálmur er mikill áhugamaður um list en á undanförnum árum hafa komið í ljós falsanir á verkum helstu meistara íslenskrar málaralistar. Vilhjálmur sagði frá helstu aðferðum sem notaðar eru til að greina falsanir frá ófölsuðum verkum og telur að merkja skuli sannanlega fölsuð verk svo ekki fari milli mála að þar sé um falsað verk að ræða. Einföld ráðlegging fylgdi til fundarmanna að ekki væri vænlegt að "gera góð kaup" á verkum gömlu íslensku meistaranna.