Fréttir

3.3.2014

Tekjuskipting - skiptir hún máli?

Á fundi þann 3. mars flutti Jónas Friðrik Jónsson 3ja mínútna erindi, hann fjallaði um LÍN og stöðu hans í stuttu máli. Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar en erindi dagsins var í höndum Ásmundar Stefánssonar. í erindi sínu fjallaði Ásmunur um tekjuskiptingu í hagkerfinu og hvort tekjuskipting skipti máli þegar litið er til hagvaxtar. Ásmundur kom inná ýmsa þætti tekjuskiptingar meðal annars jöfnuð, skattbirði og jaðarskatta og bar saman mismun tekna þeirra 1% tekjuhæstu milli ára. Hægt er að skoða hugtakið tekjuskiptingu út frá mörgum sjónarhornum en ekki er einfalt samhengi milli tekna og hagvaxtar.