Starfsgreinaerindi
Á fundi 17.febrúar fluttu þau Guðrún Högnadóttir og Ólafur Reimar Gunnarsson starfsgreinaerindi.
Guðrún flutti erindi um starf sitt sem framkvæmdstjóra hjá FranklinCovey á Íslandi. Einnig gegnir hún öðrum mikilvægum störfum eins og t.d. að vera mamma. FranklinCovey er alþjóðlegt fyrirtæki með starfstöðvar í 149 löndum. Guðrún starfar sem leiðbeinandi, ráðgjafi og markþjálfi á Íslandi og erlendis.
Ólafur Reimar Gunnarsson viðskiptafræðingur starfar hjá Ernst & Young sem sérfræðingur á endurskoðunarsviði. Hann starfar m.a. við að veita ráðgjöf á sviði skattaréttar og félagaréttar. Ernst & Young / EY er alþjóðlegt fyrirtæki með starfstöðvar í 140 löndum. Ólafur Reimar gegnir einnig því mikilvæga starfi að vera faðir og afi.
Það er alltaf fróðlegt að hlusta á félaga segja frá starfsgreinum sínum og fá tækifæri til þess að kynnast lífi þeirra og starfi. Þau Ólafur Reimar og Guðrún eiga það sameiginlegt að starfa hjá alþjóðlegum fyrirtækjum.