Ferð á Mount Everest
Ingólfur Geir Gissurarson var gestur fundarins þann 3.febrúar 2014. Hann sagði frá ferð sinni á Mount Everest hæsta tind veraldar árið 2013.
Ferðin stóð yfir frá 30. mars – 30.maí 2013. Áður hafði hann ásamt félaga sínum undirbúið sig langan tíma á Íslandi. Undirbúningurinn fólst aðallega í því að stunda fjallgöngur og það var þægilegt að þurfa aðeins að keyra í 15 mín. til þess að komast á Esjuna til þess að æfa sig fyrir áskorunina miklu.
Ingólfur Geir lýsti með magnaðri myndasýningu allri ferðinni. Það er erfitt að lýsa í orðum þeim miklu áskorunum sem hann og félagar hans þurftu að takast á við. Hann sagði frá hættulegri flugferð frá Kathmandu til Lukla Nepal þarsem lagt er af stað á tindinn. Aðstæður til fluglendinga og flugtaks eru þar afar erfiðar. Hann útskýrði leiðina á Mont Everest hvar búðirnar eru staðsettar og aðbúnað í þeim. Einnig sagði hann frá aðlögunarferðum sem eru farnar frá búðunum til þess að fólk venjist loftinu og kuldanum sem er -30° til -35° allan tímann. Þá sýndi hann myndir af því þegar leiðangursmenn voru að fara yfir sprungur á leiðinni upp, sem var mögnuð sjón.
Erindi Ingólfs Geirs var mjög áhugavert og afrek hans að klýfa hæsta tind veraldar er einstakt. Myndin er af Ingólfi Geir á toppnum á Mont Everest.