Fréttir

27.1.2014

Fyrirtækjaheimsókn 

IKEA í Garðabæ heimsótt

Gaman var að heimsækja IKEA í Garðabæ, en Rkl. Görðum var boðið þangað í heimsókn síðdegis á mánudegi.   Félagar fjölmenntu eins og vera bar.  Stefán Árnason fjármálstjóri tók á móti hópnum og leiddi okkur heldur óvenjulegan hring "baksviðs" um verslunina og sagði frá rekstrinum í þessum stórhýsi sem telur 21 þús. fermetra.  Stefán sagði m.a. frá því að engin ein IKEA verslun í veröldinni hefur jafnstóran hluta veltu í veitingasölu.  Eigendur IKEA á Íslandi undirbúa opnun nýrra verslunar í Lettlandi.  Þegið var höfðinglegt boð IKEA í lokin á þeirra rómaða veitingastað á annarri hæðinni og snæddur var þorramatur.