Fréttir

20.1.2014

Uppbygging á Siglufirði

Róbert Guðfinnsson

Gestur fundarins í dag var Róbert Guðfinnsson athafnamaður og kynnti hann uppbyggingu ferðaþjónustu og annarrar atvinnustarfsemi á Siglufirði. Róbert rifjaði upp atvinnuþátttölu sína á Siglufirði, sem einkum fólst í aðkomu hans sem framkvæmdastjóra að Þormóði Ramma hf. Þá var hann formaður stjórnar SH um tíma. Róbert söðlaði um árið 2007 og flutti til Arizona og stundaði útgerð í Mexico. Síðustu árin hefur hann einbeitt sér að uppbyggingu í sínum heimabæ, sem vakið hefur mikla athygli. Þá er hann forystumaður um rekstur Genís á Siglufirði, sem telja má til lyfjaiðnaðar þar sem kítín, mikilvægt uppbyggingarefni brjósks og liða er unnið úr rækjuskel. Nú eru hafnar framkvæmdir við 68 herbergja hótel sem rís við smábátahöfnina. Áætlaður stofnkostnaður er 1.400 m.kr. Róbert sagði allar framkvæmdir vera unnar fyrir eigið fé og sagði mikilvægt til skilnings á fjárhagslegum atriðum að muna að gengi USD var 68 ISK þegar hann fór utan.