Fréttir

20.1.2014

3 nýir félagar og einn kemur aftur

Á fundi í dag 20. janúar voru teknir inn þrír nýir félagar og eru þeir þá orðnir sex sem komnir eru í klúbbinn frá áramótum ! Þetta eru þau (fv. á mynd):  Geirþrúður Alfreðsdóttir, Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir og Markús Möller.  Auk forseta Sigrúnar Gísladóttur eru meðmælendur þeirra úr Rkl. Görðum: Guðrún Högnadóttir, Sigurður Briem og Ólafur Reimar Gunnarsson.  Til viðbótar þessum þremur nýju félögum gekk Elín Þorsteinsdóttir í klúbbinn að nýju eftir nokkura ára fjarveru.  Ver hún boðin hjartanlega velkomin rétt eins og þau sem voru að koma í fyrsta sinn.