Fréttir
Greiningartæki fyrir Alzheimers og ADHD
![Screen-shot-2014-01-20-at-10.39.06-AM](/media/gordum_myndir/medium/Screen-shot-2014-01-20-at-10.39.06-AM.png)
Magnús Jóhannsson sálfræðingur og klínískur sérfræðingur hjá Mentis Cura var fyrirlesari fundar Rkl. Görðum 13. janúar. Mentis Cura hefur hannað greiningartæki sem henta við greiningu á t.d. Alzheimers og ADHD. Stuðst er við heilarit af rafrænni virkni í heilanum, en allir sjúkdómar í heila hafa mismunandi áhrif á rafræna virkni hans og hana er unnt að mæla. Tæki MC eru nú þegar víða í notkun og hafa reynst stökk fram á við í greiningu heilasjúkdóma. Mentis Cura er vaxandi fyrirtæki og þar starfa nú 9 manns.