Fréttir

13.1.2014

Greiningartæki fyrir Alzheimers og ADHD

Magnús Jóhannsson sálfræðingur og klínískur sérfræðingur hjá Mentis Cura var fyrirlesari fundar Rkl. Görðum 13. janúar.   Mentis Cura hefur hannað greiningartæki sem henta við greiningu á t.d. Alzheimers og ADHD. Stuðst er við heilarit af rafrænni virkni í heilanum, en allir sjúkdómar í heila hafa mismunandi áhrif á rafræna virkni hans og hana er unnt að mæla. Tæki MC eru nú þegar víða í notkun og hafa reynst stökk fram á við í greiningu heilasjúkdóma.  Mentis Cura er vaxandi fyrirtæki og þar starfa nú 9 manns.