Fréttir

8.1.2014

Tölvuöryggi á fyrsta fundi ársins

Fyrirlesari fundarins var Stefán Þór Björnsson forsvarsmaður öryggiggismála hjá Íslandsbanka og var ræðuefnið „tölvuöryggi“.  Stefán lagði áherslu á að hver og einn yrði að meta aðstæður og hafa varnir sem hæfi aðstæðum og áhættu hans. Mestu skipti um árangur að skuldbinding stjórnenda og meðvitund starfsmanna væri fyrir hendi. Hann nefndi nýleg dæmi um stolin gögn og sýndi vefsetur sem eru „sýkt“, án þess að eigendur hirði um að lagfæra þau. Vandinn er vaxandi frekar henn hitt sagði Stefán. Íslandsbanki hefur tvisvar lent í svonefndri „phishing“ árás, en í því felst að reynt er að „fiska“ aðgangsupplýsingar að reikningum eða kreditkortum. Hann nefndi að rafræn skilríki séu öruggari en aðgangsorð og auðkenni. Stefán var spurður spjörunum úr í lokin, enda var um áhugavert efni að ræða.