Fréttir
  • Jólafundur

16.12.2013

Jólafundur

Árlegur jólafundur klúbbsins var haldinn sunnudaginn 15.desember. Byrjað var á að fara í aðventuguðsþjónustu í Garðakirkju þar sem rótarýfélagar og fjölskyldur þeirra tóku virkan þátt í þjónustu m.a. með söng og lestri. Prestur var sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og orgelleikur var í umsjón Douglas Brotchie. Skiptinemi Rótarýklúbbsins Mateo Sebastian frá Ekvador lék á gítar i kirkjunni við mikinn fögnuð gesta. Sigrún Gísladóttir forseti klúbbsins flutti fræðandi hugleiðingu þar sem hún sagði m.a. frá sögu Garðakirkju.  

Eftir að athöfn lauk í Garðakirkju var haldið í Safnaðarheimili Vídalínskirkju þar sem rótarýfélagar og fjölskyldur þeirra nutu þess að borða mat af dýrindis jólahlaðborði. Dansað var í kringum jólatréð og allir nutu ánægjulegrar samveru á þessum þriðja sunnudegi aðventunnar.