Fréttir
Saga Rkl. í Görðum og tengsl við félagsstarf í Garðabæ
Steinar J. Lúvíksson var fyrirlesari fundarins og var ræðuefnið saga
Rótarýklúbbsins Görðum og annarra merkra félaga í Garðabæ. Steinar gleymdi punktunum sínum og talaði blaðalaust. Hann stiklaði á stóru í sögu klúbbsins. Einnig sögu Búnaðarfélags
Garðahrepps og sögu Kvenfélags Garðabæjar, sem byggði félagsheimilið
Garðaholt. Söfnuðu þær kr. 100 þús. í þessu skyni. Þá nefndi hann Bræðrafélag Garðasóknar, sem byggði
safnaðarheimilið að verðulegu leyti. Tónlistarfélagið, Hestamannafélagið Andvara og Félag
aldraðra, en félagi okkar Helgi K. Hjálmsson var forgöngumaður um
stofnun flestra þessara félaga. Loks nefndi hann Stjörnuna, sem Steinar
sagði efni í annað erindi.