Fréttir

4.11.2013

Grettir Ásmundarson var seinþroska, ódæll og fátalaður

Helgi Garðar GarðarssonHelgi Garðar Garðarsson geðlæknir var fyrirlesari fundarins og var ræðuefnið Grettir Ásmundarson og uppeldi hans.  Forsögurnar segja frá samfélagsátökum í kringum kristnitökuna, átökum forns siðar og nýs. Hliðstæður eru milli sagnanna á samfélaglegu plani og einstaklingsplani. Grettir vex upp á 11. öld og aðlagast ekki samfélaginu. Hann er „erkitýpa“ eða frummynd hetjunnar og er sýnd upphafin mynd, þrátt fyrir skuggahliðar persónunnar, en hann var seinþroska, ódæll og fátalaður. Hann skemmir, meiðir og axlar ekki ábyrgð. Lítið ástríki hafði hann af föður sínum en móðir hans unni honum mikið. Samsvörun er milli átaka í samfélaginu (kristni og heiðni) og átaka í sálarlífi einstaklings. Glámur, framandi og illur, virðist vera tákn þeirra illu afla sem brutust um í sál Grettis, en í undirmeðvitundinni eru einmitt arfteknar eigindir, eðlisávísanir, sem eru tengdar reynslu kynslóðanna aftan úr grárri forneskju.