Fréttir
Heimsókn í Sjóminjasafnið Víkina
![Sjóminjasafnið Víkin Sjóminjasafnið Víkin](/media/gordum_myndir/medium/Vikin-28-okt13-(5).jpg)
Klúbburinn þáði heimboð í Sjóminjasafnið í Reykjavík eða Sjóminjasafnið Víkin eins ogþað heitir. Vel var mætt af klúbbfélögum en þetta var fyrstu fudur starfsársins sem haldinn er utan hefðbundins fundarstaðar í Jötunheimum. Snæddur var fyrirtaks fiskur á veitingastað safnsins. Að því loknu leiddi Ingibjörg Áskellsdóttir okkur um sali. Fyrst var farið um sérstaka þemasýningu sem tileinkuð var DAS og síðan var hin eiginlega sjósóknar- og útgerðarsýning skoðuð. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Kristján og Brynjar gera sig klára í róður, eða þannig...!