Fréttir

21.10.2013

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Eignastýringar MP banka

Sigurður Hannesson, Eignastýring MP bankaFundur var haldinn hjá Rótarý klúbbnum Görðum 21. október. Fundurinn sem var í umsjá Starfsgreinanefndar en fyrirlesari og gestur var Sigurður Hannesson stærðfræðingur PhD og framkvæmdastjóri Eignastýringar MP banka. Fjallaði Sigurður um áskoranir sem hann telur framundan í íslensku efnahagslífi. Hann fjallaði um afnám hafta og afnámsáætlun frá 2011 sem byggðist m.a á gjaldeyrisútboðum, útgönguskatti og skuldabréfaskiptum en tæki hins vegar ekki á vanda vegna endurfjármögnunar og útflæðis vegna gömlu bankanna. Hann nefndi einnig mikla skuldsetningu sem drægi úr fjárfestingu og hagvexti en skuldsetning íslenskra fyrirtækja er með því hæsta sem þekkist, að lokum var fjallað um vanda Íbúðalánasjóðs sem nokkuð hefur verið til umræðu nýlega. Að endingu svaraði Sigurður fyrirspurnum fundarmanna.

Þá er ánægjulegt að segja frá því að á fundinum var Þórunn Reynisdóttir boðin velkomin sem félagi í Rótaryklúbbinn Görðum á ný eftir nokkurra ára fjarveru hennar þar sem hún bjó erlendis um skeið.