Fréttir
  • Umhverfis- og auðlindaráðherra

11.10.2013

Umhverfis- og auðlindaráðherra

 

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráherra var gestur fundarins 7.október 2013. Hann sagði frá því sem hann er að fást við í ráðherrastarfi sínu, en ráðuneyti hans ber ábyrgð á fjölmörgum málaflokkum.

Sigurður Ingi talaði um auðlindir sem Ísland býr yfir og mikilvægi þess að byggja upp til framtíðar. Hann talaði um að nýting auðlinda væri viðkvæmur málaflokkur sem þarf að skoða vel. Mikilvægt væri að stunda rannsóknir og hafa samráð þegar nýting auðlinda er skoðuð. Stýra þarf aðgengi að auðlindum í sjávarútvegi og í því sambandi talaði hann um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Sigurður Ingi ræddi síðan um íslenskan landbúnað og tækifæri fyrir þann markað erlendis þar sem mikil sókn er í matvælaframleiðslu. Einnig kom hann inná mikinn vöxt innan ferðaþjónustunnar í erindi sínu. Loks talaði hann um stefnu í virkjanamálum þar sem hann vill horfa til framtíðar líkt og í öðrum málaflokkum.