Fréttir
Heimsókn frá Rotaract
Fríður Halldórsdóttir og Arnór Bjarki Svarfdal frá Rotaractklúbbnum Geysi kynntu starfsemi klúbbsins. En þess má geta að Rótarý klúbbarnir Görðum í Garðabæ og Borgir í Kópavogi stóðu fyrir því að stofna þennan klúbb. Þau Fríður og Arnór Bjarki sögðu frá helstu verkefnum klúbbsins en meginverkefni þeirra er að styðja við skiptinema á vegum Rótarý á Íslandi. Einnig hafa þau unnið að ýmsum verkefnum t.d. hafa þau stuðlað að blóðgjöf á Íslandi. Framundan hjá þeim er heimsókn til Rúmeníu í október þar sem þau munu kynnast öðrum félögum, landi og menningu. Í starfi sínu í vetur munu þau leggja áherslu á faglegan þroska meðlima innan Rotaract. Loks fóru þau í gegnum framtíðarsýn Rotaract.