Fréttir

16.9.2013

Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins

Horfur á atvinnumarkaði

Halldór Árnason hagfræðinur 16.9.2013

Halldór Árnason var fyrirlesari hjá Rotaryklúbbnum Görðum 16. september. Halldór er hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og fjallaði erindi hans um horfur á atvinnumarkaði. Erindið hóf hann á yfirliti yfir helstu hagfræðitölur frá árinu 2008 en jafnframt ræddi hann um brýn úrlausnarverkefni sem liggja fyrir, má þar helst nefna málefni sem snúa að efnahagsstefnu og ríkisfjármálum, gjaldeyrishöftum, aukinni fjárfestingu og einföldun skattkerfis.  Á fundinn kom einnig skiptinemi okkar Mateo Sebastian en hann mun stunda nám við Fjölbrautarskólann í Garðabæ á meðan dvöl hans á Íslandi stendur yfir.