Birgir Ármannsson
![Birgir Ármannsson Birgir Ármannsson](/media/gordum_myndir/medium/20130902_130126.jpg)
Formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Birgir Ármannsson var fyrirlesari á fundi 2. september. Birgir sagði að utanríkismálanefnd þingsins gegndi þýðingarmiklu eftirlitshlutverki. Ríkir sá skilningur að utanríkisráðherra beri að kynna meiri háttar mál í trúnaði fyrir nefndinni og að þau skuli hljóta umræðu áður en ákvarðanir eru teknar. Mál Íraks, Afganistan, Tyrklands og Egyptalands hafa verið rædd, enda getur ástand í þessum löndum haft áhrif hér á landi. Mikilverðasta mál til umræðu í seinni tíð er þó umsókn Íslands um aðild að ESB, en viðræðum hefur nú verið hætt, án þess að umsóknin hafi verið dregin til baka. Birgir sagði að væntanleg væri skýrsla um stöðu viðræðnanna. Hugsanleg þjóðaratkvæðagreiðsla muni síðan koma til umræðu í kjölfar skýrslunnar.