Fréttir

28.8.2013

Útvarpsstjóri gestur 26. ágúst

Páll MagnússonPáll Magnússon útvarpsstjóri var gestur á reglulegum fundi Rkl. Görðum 26. ágúst.  Páll fór yfir áherslur RÚV og sérstöðu.  Gerði hann m.a. að umtatalsefni hvað réttlætti rekstur ríkisútvarps og vitnaði m.a. til BBC.  Útvarpsstjóra var tíðrætt um innlenda dagskrárgerð í sjónvarpi og hve mikil hún væri sem og þátt íslenskrar tónlistar á Rás 2 auk þess sem að ekki nokkur þáttur á Rás 1 væri líklegur til að vera á dagskrá einkarekinna útvarpsstöðva.  Páll fékk í lokin nokkrar beinskeittar spurningar um áherslur og hlutverk RÚV.