Fréttir
Paul Harris félagi
Guðbjörg Alfreðsdóttir var á fundi Rkl. Görðum útnefnd Paul Harris félagi. Afhenti forseti, Sigrún Gísladóttir skjal og barmmerki því til staðfestingar. Guðbjörg var forseti klúbbsins starfsárið 2011-2012 og er viðtakandi umdæmisstjóri næsta starfsárs.