Fréttir
Kraftmikill fyrirlesari
Margrét Kristmannsdóttir frkvstj. Pfaff og formaður Samtaka verslunar og þjónustu
Á fundi 19. ágúst flutti Margrét beinskeitt og áhugavert erindi. Auk þess að vera framkvæmdastjóri Pfaff er Margrét formaður SAF. Hún sagði verslunina í landinu veita um 30% vinnuafls landsins atvinnu. Síðasta áratuginn hefðu launahækkanir verið 80% en kaupmáttaraukning aðeins 3%. Benti hún á að leita yrði nýrra leiða til að auka kaupmátt heimilanna, en hann væri einmitt það sem verslun og þjónusta byggðist á. Breyta yrði áherslum og hætta tilgangslausum launahækkunum og draga þess í stað úr kostnaði heimilanna með öllum ráðum. Tími var fyrir spurningar og umræður í lokin