Fréttir
Fyrsti fundur starfsársins
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðisráðherra gestur fundarins
12. ágúst komu rótaýfélagar saman að nýju eftir gott sumarfrí. Sigrún Gísladóttir stjórnaði sínum fyrsta fundi af röggsemi. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra var gestur fundarins sem var í umsjón klúbbþjónustunefndar. Eygló fór yfir stefnumörkun sína í ráðuneytinu og fjallaði einkum um húsnæðismál og þær breytingar sem hún vill sjá í átt til aukins fjölbreytileika og samstarfs við sveitarfélög og launþegasamtök. Tími var fyrir umræður og spurningar á eftir