27.6.2013
Rkl. Berlin International heimsóttur
Hún var ánægjuleg heimsóknin sem við áttum í rótarýklúbbinn Berlin International snemma morguns föstudaginn 24. maí. Við vorum 19 félagar sem mættum á fund í Berlínarferð Rkl. Görðum. Þessi klúbbur er einn 18 klúbba í Berlín og hann er alþjóðlegur sem þýðir m.a. að samskipti fara fram á ensku. Hlýddum við m.a. á erindi eins félagans sem gegnir starfi ræðuskrifara Angelu Merkel kanslara. Hann fjallaði um mikilvægi góðra samskipta innan Rótarý, nokkuð sem átti þarna einkar vel við. Á myndinni er forseti klúbbsins, hins írska Cooper-Kovács ásamt Bjarna Jónassyni foreta Rkl. Görðum.