Fréttir
Berlínarferð Rkl. Görðum
46 félagar og makar í helgarferð til Berlínar
Klúbburinn lagði land undir fót í fyrsta sinn í 6 eða 7 ár og ferðinni heitið til Berlínar. Þar var dvalið yfir "langa" helgi eða frá 23. til 26. maí. Dagskrá var þéttskipuð og m.a. var heimsóttur rótarýklúbbur í Berlín. Söguferð undir stjór fararstjórans Lilju Hilmarsdóttur og farið var íslenska sendiráðið. Veðrið lék ekki alveg við okkur, nokkuð rigndi, en menn létu það ekki á sig fá og kannski var heldur meira kíkt í búðir fyrir vikið.