Fréttir

16.6.2013

Friðrik Már Baldursson

Hagsæld Íslendinga til framtíðar ?

Á reglulegum fundi klúbbsins var fyrirlesari Friðrik Már Baldursson, en hann stýrir efnislegri vinnu verkefnisstjórnar samráðsvettvangs forsætisráðuneytis. Markmið með þessum þverpólitíska og þverfaglega samráðsvettvangi er að stuðla að heildstæðri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið. Friðrik kynnti okkur vinnu hópsins og sýndi nokkrar myndir.  Afar áhugaverð nálgun og margar spurningar brunnu á fundarmönnum.  Skiptineminn okkar hann Alex kvaddi klúbbinn formlega, en heldur heim á leið á næstunni.