Fréttir

7.5.2013

Fundur í Þjóðminjasafninu

Hádegisfundur á nýjum stað

6. maí var fundur Rótarýklúbbsins Görðum haldinn á nokkuð óvenjulegum stað.  Þjóðminjasafnið var heimsótt.  Á boðstólnum voru samlokur og að loknum stuttum hefðbundum fundarstörfum var skoðuð sýning safnsins Silfur Íslands undir leiðsögn starfsmanns.  Á sýningunni getur að líta silfurgripi sem smíðaðir voru af íslenskum lista-og hagleiksmönnum allt frá síð-miðöldum fram á fyrri hluta 20. aldar. Silfurgripirnir eru sannarlega meðal fegurstu muna sem Þjóðminjasafnið varðveitir. Vel til fundið hjá stjórn að bregða út af vananum og funda á hugaverðum stað úti í bæ.