Fréttir

30.4.2013

Stórurriðinn í Þingvallavatni

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur

Gestur fundarins var Jóhannes Sturlaugsson eigandi rannsóknafyrirtækisins Laxfiska. Sagði hann frá rannsóknum og mælingum á stórurriðanum í Þingvallavatni, konungi Íslenskra ferskvatnsfiska. Hrygningarstofninn er að vaxa í Þingvallavatni og Landsvirkjun hefur lofað að gera fiskgöngu mögulega milli Sogs og vatns með fiskvegi. Urriðinn hefur það gott vegna þess að hann hefur næga murtu sem fæðu.  Nefndi hann m.a. að elsti fiskurinn sem hann hefði fylgst með væri 16 ára. Jóhannes sýndi  fundarmönnum margar áhugaverðar myndir frá hrygningarstöðvunum í Öxará og víðar af vatnasviði Þingvallavatns.