Fréttir

22.4.2013

Öflug EFLA

Guðmundur Þorbjörnsson forstjóri verkfræðistofunnar EFLU

Guðmundur Þorbjörnsson

Guðmundur Þorbjörnsson var gestur Rótarýfundar 22. apríl. Verkfræðistofan EFLA telst 40 ára um þessar mundir, en upprunan má rekja til stofnunar Verkfræðistofu Suðurlands sem hóf starfsemi sína eftir Vestmanneyjagosið 1973. Fræddi Guðmundur okkur um verkefni á erlendri grundu þessi misserin og hvernig verkefnaleysi eftir uppgangsárin 2003-2008 beindi stofunni í útrás. Fyrirlesturinn hafði yfirskriftina \"Að verja þekkingu - sókn er besta vörnin\".   EFLA lítur á Noreg og Svíþjóð sem sinn heimamarkað og hefur verkefni í mörgum öðrum löndum.