Fréttir
  • Vilborg Anna

20.4.2013

Vilborg Anna Gissurardóttir

Gríðarleg áskorun


Suðurpóslfarinn Vilborg Anna Gissurardóttir var svo vinsamleg að miðla reynslu sinni og nefndi hún erindi sitt ,,Lífspor, sóló á Suðurpól – kraftur markmið og draumar. Halldóra Gyða Proppé kynnti Vilborgu Önnu sem síðan sagði fundargestum á áhrifa ríkan hátt frá uppvexti sínum, fyrstu fjallaferðum, þjálfun í fjallaferðumm, undirbúningi fyrir ferð á pólinn og ferðinni sjálfri. Jákvæðni – Árverkni – Hugrekki voru og eru einkunarorð hennar. Ferðin á pólinn tók 60 daga og varð hún 10 dögum lengri í áætlað var vegna óhentugra aðstæðna.  Saga Vilborgar Önnu, dugnaður og markmið var hrífandi og var henni þakkað kröftuglega í lokin.