Fréttir
Þjóðakvöld
Þema Þýskaland
Fimmtudagskvöldið 18. mars brugðu Rótarýfélagar út af vananum þegar haldið var þjóðakvöld í Safnaðarheimili Vídalínskirkju. Að þessu sinni var "landið" Þýskaland. Framreiddir voru þýskir réttir af Ásgeiri okkar matreiðslumeistara og á boðstólnum þýskur bjór. Sérstakur gestur var sendiherra Þýskalands á Íslandi, Thomas Meister. Hann sagði okkur frá Berlín sérstaklega og hvernig saga borgarinnar fléttast menningu Þýskalands. Ambassador Meister hrósaði sérstaklega súrkálinu og sagði það ekta ! Góð skemmtun fyrir félaga og maka og sumir klæddu sig upp í tilefni dagsins.