Fréttir
Staðið í ströngu á Landspítala
Erindi Tómasar Guðbjartssonar, prófessors og hjarta- og lungnaskurðlæknis
Á hádegisfundi Rkl. Görðum í dag hélt Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, erindi sem hann nefndi Staðið í ströngu á Landspítala. Hann gerði grein fyrir margvíslegum aðgerðum sem gerðar eru á sjúklingum með hjarta- og lungnasjúkdóma.
Tómas kom víða við. Hann greindi frá erfiðum starfsskilyrðum á spítalanum þar sem húsnæðið er orðið afar bágborið. Myglusveppir eru farnir að hrjá starfsfólk spítalans. Fram kom að hjarta- og lungnaaðgerðir eru flóknar og afar dýrar þar sem margir sérfræðingar vinna saman í teymi. Árangur er góður og mikil rannsóknarvinna er jafnan í gangi, m.a. í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og erlendar sjúkrastofnanir. Í lok erindisins sagði Tómas frá flókinni ígræðslu gervibarka í sjúkling.