Fréttir

20.3.2013

Klúbbþing Rkl. Görðum

20. mars 2013 kl. 17.30

Bjarni JónassonKlúbbþingið var haldið síðdegis í dag í Gróskusalnum, Garðatorgi. Mörg mál voru til umræðu KlúbbþingRG2013og stýrði Bjarni Jónasson, forseti klúbbsins, dagskránni.

Farið var yfir vetrarstarfið og skiptust fundarmenn á skoðunum um það sem betur mætti fara. Þá var farið yfir fundarefni klúbbsins fram til stjórnarskipta í byrjun júlí nk. Rætt var um inntöku nýrra félaga, heimsóknir í fyrirtæki, heimsókn í Rótarýklúbb og menningarviðburði.

Forseti fór yfir hlutverk nefnda klúbbsins og greindu fulltrúar nefndarmanna frá störfum hvers klúbbs fyrir sig. Menn veltu fyrir sér hvort ástæða væri til að endurskoða fyrirkomulagið, t.d. með því að sameina nefndir.

Þá var rætt um mál er snerta skiptinema Rótarý, ræðunámskeið í 9. bekk grunnskóla og heimasíðumál.