Fréttir

11.3.2013

Starfsgreinarerindi

Tryggingastofnun ríkisins - almannatryggingakerfið.

13032013

Sólveig Hjaltadóttir, félagi í Rkl. Görðum og framkvæmdastjóri réttindasviðs Tryggingastofnunar ríkisins, hélt erindi um helstu þætti réttindasviðsins í TR. 

Sólveig gerði grein fyrir hlutverki réttindasviðsins, útreikningum á lífeyrisgreiðslum, endurreikningum og uppgjöri. Hún fjallaði um lífeyrisgreiðslur og ýmsar áherslur í starfi stofnunarinnar. Á heimasíðu TR eru Mínar síður þar sem menn geta nálgast  gagnlegar upplýsingar um stöðu sinna mála. Á síðunni er reiknivél þar sem auðvelt er finna réttindi hvers og eins.

Sólveig leiddi vinnuteymi er tók að sér að bæta starfsanda í stofnuninni og ímyndarmál. TR fékk verðlaun fyrir flottasta ríkisvefinn árið 2012.

Í lok erindisins svaraði Sólveig fjölmörgum spurningum klúbbfélaga.